Hæ I'm alive

Sorry ég er léleg að blogga. En allt gott að frétta hjá mér, Hilmar að verða 4 mánaða og allt gengur eins og í sögu.

2008 gengið í garð

        Gleðilegt nýtt ár allir

 

Þetta eru búin að vera góð jól fyrir utan að það vantaði stóra snáðann minn hann Vigni Blæ. En hann var hjá pabba sínu þessi jól.

Við Jón vorum með Hilmar og Sindra heima hjá mömmu á aðfangadag og það var svakalega notalegt. Gott að vera á faðmi fjölskyldunnar. Hjalti og Aníta voru þarna líka og auðvitað
Bjössi það var æðislegt.

Á jóladag fórum við í hádegismat heim til foreldra Jóns og tróðum í okkur hangiköti. Hittum þar systkini hans Jóns og fjölskyldurnar þeirra. Hilmar litli var rifin af mér þegar ég kom inn því það voru allir svo spenntir að fá að klúsa hann.

Svo fórum við aftur inn í Garð á gamlárskvöld og borðuðum kalkún og með því, svakalega gott. Þar var fjölskyldan hans Jóns komin saman aftur. Það er flott hvað fjölskyldan hans er samheldin. Horfðum á áramótaskaupið (mér fannst það nokkuð gott í ár) og svo missti fólkið í landinu vitið og sprengdi upp peningana sína eins og það fengi borgað fyrir það. Eins og sést er ég ekkert rosalega hrifin af flugeldum og því tilheyrandi, þetta væri í lagi ef það heyrðist ekkert í þessu og væri ekki svona svakalega hættulegt. En þá væri þetta ekki spennandi fyrir háfaða óða þjóð.

En annars rúllar lífið bara áfram í rólegheitum. Ég er bara heima 24/7 að sjá um litla gullið mitt og Jón að vinna 24/7

En heyrumst seinna

Solla


Litli guttinn

Hæhæ loksins er litla bumbugullið mitt komið í heiminn. Litill strákur kom þriðjudaginn 27nóvember kl.23:36. Hann fæddist 4260gr og 53.5cm sem sagt 17merkur. Hann fæddist með mikið dökkt hár og dökk grá augu. Við Jón Berg erum svo stollt af litla syni okkar, svo fallegur og yndislegur.

Hilmar                               SVO SÆTUR STRÁKUR         PICT0105

 

Við Jón erum búin að ákveða fyrsta nafnið á drenginn okkar og mun hann heita Hilmar í höfuðið á fallega bróður mínum sem kvaddi þennan heim í sumar.

 

En ætla núna að fara að klús litla Hilmar minn

Hafið það gott

 


Nr 1,2og3

þá ætla ég hér með að biðjast afsökunnar á þessu blogg leysi hjá mér. Get ekki afsakað mig með að hafa ekki tíma því það er það eina sem ég hef haft miklu meira en nóg af í þessum erfiða nóvember mánuði. Ég hef eiginlega bara ekkert haft að gera nema að bíða eftir að nýr dagur byrjar og endar, telja dag og vikur. Alveg að verða búin að missa geðheilsuna á þessari bið og pælingum mínum. Eins og þið vitið sem lesið mitt blogg eða mömmu blogg þá er ég kasólétt, var sett að eiga 15 nóvenber en núna 27 nóv er ég bara enn að bíða. Minn draumur var að geta gefið Hilmari elsku fallegasta englinum á himninum lítið kríli í afmælisgjöf 16 nóv, en litla krílið var ekki með það sama í huga. Því finnst bara svo gott að kúra í vatnsbelgnum hennar mömmu sinnar. Svo er litla krílið svolitill prakkari, búið að plata mömmu sína svo oft, láta mömmu fá verki en svo bara upp með tærnar og fer að sofa og mamman situr eftir upp tjúnnuð af spenning. Þó að mér finnist þetta kannski ekki findið núna en ég er viss um að þetta verður aðal brandarinn seinna. Ég skrapp til ljósu í gær og fór í þessa vikulegu skoðun, allt leit svo vel út blóðþrýstingurinn minn flottur og hjartslátturinn í krílinu alveg stór fínn. Ljósan ákvað að þreyfa leghálsinn og ath hvort eitthvað væri búið að gerast og viti menn ég var komin með 2-3 í útvíkkun og tók hún þá upp á því að hreyfa við belgnum og ath hvort ég færi nú bara ekki að hrökkva í gang. Það var ákveðið að setja mig af stað núna á morgun (Miðvikudaginn 28nóv) kl.8 um morguninn ef ég fer ekki af stað sjálf.  Og að láta hreyfa við belgnum er ekki gott, það var sko bara mikið vont. Var svo send í rit og nálastungu, fékk mikla verki og leið bara ömurlega allan daginn, síðan en eina ferðina hættu samdrættirnir en mjóbakið var að gera útaf við mig þangað til um miðnætti, þá bara allt stopp aftur. Já nema að slímtappinn er farinn.

Núna sit ég bara eins og asni ein heima að hugsa hvað ég get gert af mér til að koma þessu af stað, ég bara nenni þessu hreint ekki lengur. Vil fá litla krílið í fangið.

En jæja 16 nóv var svo erfiður dagur, við Jón rúlluðum til mömmu í rvk og skruppum með henni og Bjössa bróðir í heimsókn til afmælisbarnsins upp í kirkjugarði. Það var notalegt að fara með þeim til Himma. Ég reyni að fara til mömmu á þessum erfiðu dögum og gefa henni klús og fá klús. Þurfuð að standa saman í gengum þessi erfiðustu spor lífs okkar.

En núna ætla ég að fara að þrýfa og bardúsa eitthvað til að koma þessu barni af stað. Ég reyni annas að vera duglegri að blogga hérna. Lofa samt engu því þá svík ég ekkert.

Hafið það gott elsku vinir ég kveð í bili.

XOXO Solla

 

 


Gaman að spá í þessu!!!!

Vinkona mín er svo mikið fyrir að spá verulega mikið í hlutnum og skrifaði smá speki sem ég fekk leyfi til að birta hérna svo þið sem lesið síðuna mína getið séð eina snilldar speki frá henni.

Hér kemur það

Smá speki,er lífið helvíti og förum við svo til himna þegar við erum búin með okkar tíma í helvítinu??
ég er ekki að segja að það sé allt slæmt á jarðríki, en einhvernvegin getur fólk yfirleitt ekki verið hamingjusamt með það sem það hefur....þeir sem eru fátækir þurfa að vera með áhyggjur alla daga yfir því að ná endum saman og þeir sem eru ríkir vita ekkert hvað þeir eiga að gera í lífinu og drekkja sér yfirleitt í veraldlegum hlutum sem þeir hafa ekkert við að gera, og þurfa alltaf að vera finna upp á einhverju til þess að gera...við þurfum að upplifa ömurlega hluti , fólk er brennt lifandi, afhausað, pyntað, nauðgað  og svona er hægt að telja endalaust, svo auðvita þurfum við að upplifa ástvinamissir, eirðarleysi, hungur, þráhyggju,alkóhólisma, þunglyndi og fleira... ef þú ert komin útúr einhverju slæmu þá tekur annað við, þetta er vítahringur...alltaf eitthvað sem er að bögga mann...og ef það er allt gott þá reynir maður oft að finna upp á einhverju til þess að láta sér líða illa yfir, því að maður bara kann einfaldlega ekki að láta sér líða vel....stundum getur einfaldlega verið auðveldara að vera niðurdreginn og óhamingusamur heldur en að vera glaður og hamingjusamur....er lífið helvíti? ég meina flestir sem hafa boðað himnaríki og hamingu hafa verið drepnir...t.d jesú og martin luther king, annar var krossfestur hinn skotinn til bana!! manneskjur eru furðulegar verur...það eru flestir alltaf að hugsa um að það væri nú gaman að geta hjálpað einhverjum.... eins og íslendingar eru að flytja inn flóttamenn frá ýmsum stöðum...ef allir í heiminum gætu bara lifað í sátt og samlyndi þá þyrfti nú örugglega ekki að bjarga svona mörgum....við erum að bjarga fólki frá öðru fólki....er það ekki svoldið sick?

ég held að hvað sem það er sem kemur á eftir þessu helvíti hérna hlýtur að vera betra, það hlýtur að vera  til himnaríki!! 

 Verið ekki feimin að segja ykkar skoðun á þessu

Kv.Solla


Jæja hæhæ allir

Ég lenti í því veseni að talvan mín fékk vírus og fór í klessu, og ég kann svo ekkert að laga tölvur og sat bara með eitt stórt spurningamerki í framan þegar Jón minn kom heim og sagði: hún er bara biluðBlush Hann Jón er svo mikill snillingur að hann náði að laga hana fyrir mig, tók nokkra daga en góðir hlutir gerast hægt. Og núna sit ég með vinkonu mína (tölvuna)og er að vandræðast með að blogga.

Dagarnir líða allt of hægt núna, enda ekki nema cirka 2 vikur í að litla bumbugullið mætir í fangið mitt. Það verður svo æðislegt þegar þessu líkur öllu, er orðin svo þreytt á að vera ólétt. Allt að angra migWoundering  En ég er að mestu búin að gera allt tilbúið fyrir litla krílið.

Við Jón Berg tókum okkur til að dunduðum okkur við íbúðina um helgina, keyptum ljós, snaga, dvd mynda rekka og tókum til hátt og látt. Það var svo gaman. Ég er svo mikið ein heima alla daga til 8 á kvöldinn og mér leiðist alveg ógurlega mikið að þetta var bara æðislegt að fá að hafa Jón minn hjá mér meirihlutan af laugardeginum og næstum allan sunnudaginn. Váhhh bara æðislegt.

En mig langar að reyna að setja inn mynd af nýju málverki sem ég var að klára og væri gott að fá ykkar skoðun á því. Þetta er mjög öðruvísi málverk sem ég geri og vantar svo að vita hvort þetta er að gera sig hjá mér.

DSC00148

sést kannski ekki vel, en jæja ætla að fara að borða

reyni að vera betri i blogginu

 


2mánuðir liðnir frá erfiðasta dag lífs míns :.(

Sit hérna með tárin í augunum og hugsa um þennan erfiða dag 19 ágúst. Svo mikið sem mig langar að vita, en fæ örugglega aldrei nein svör. Kannski er það betra þannig en samt veit ég það heldur ekki. Eina sem ég veit alveg 100% er að ég vil fá litla bróðir aftur. Skil ekki afhverju hann var tekin svona fljótt frá okkur. Tilhugsunin að lifa lífinu án hans er bara óbærileg, allt svo tómt. Ég sit oft með símann minn í hendinni og hringi í númerið hans og vona svo að hann svari, en það gerist ekkiCrying Ég get ekki strokað út nafnið Himmi bró úr símanum mínum. Afhverju getum við ekki beðið guð eins fallega og hægt er að senda hann aftur til okkar. Ég er allavega búin að reyna svo mikið en ekkert breitist, ekkert gerist. Hellt að guð myndi hlusta á mann og hjálpa manni. Þetta er bara óbærilegt, og það erfiðasta sem ég hef upplifað.

Jæja ég veit ekki hvað ég á að skrifa meira í augnablikinu. Skrifa kannski meira á eftir þegar ég næ að jafna mig á þessum erfiðu hugsunum. Vil svo biðja ykkur að kveikja á kertum fyrir litla engilinn hann Himma. Það er linkur á kertsíðuna hans hérna við hliðiná.

Takk,takk


ATH

Komin ný skoðunarkönnun!!!! Endilega svara. Með fyrirfram þökkumWink

Búin að vera aðeins of upptekin

við að læra undir próf. 

Þannig er mál með vexti að ég ákvað að skreppa í kvöldskóla. Fór í stærðfræði og íslensku og hefur það gengið misvel. Rúllaði upp stærðfræðinni, vetrar einkunn 9,7 og lokaprófseinkunn 9,8 þannig að ég kláraði önnina með 10 í einkunn. Mjög sáttWink!!! Mér hefur ekki gengið eins vel í íslenskunni, en ég vona að ég nái henni, búin í lokaprófinu en veit ekki einkunina.

Fór í mæðraskoðun seinasta mánudag og gekk það mjög vel, fór svo í 34vikna sónarinn og mikið rosalega var gaman að sjá bumbugullið mitt. Því miður komst Jón ekki með útaf vinnunni.Læknirinn gerði ekki annað en að segja að þetta væri svo stórt og flott barn, ég spurði hann með skelfingarsvip, hversu stórt það væri og viti menn hann sagði að það væri núna um 12 merkur. OMG Vignir Blær sonur minn var 12 merkur þegar hann fæddist en þetta barn á en eftir 5 vikur. ÁÁÁÁÁiiiiiii þetta verður ekki auðvelt. En jæja þýðir skohhh ekki að væla núna.

Þannig er lífið mitt búið að ganga seinustu daga.

En já ég ætlaði að segja frá nýja litla fjölskyldu meðlimnum. Hann heitir Hektor og er lítill voffi. Ég fann þennan gullmola hjá góðu fólki í Borganesi og ákvað að gefa Jóni mínum hvolp, honum var búið að langa svo lengi í lítinn voffa. Hvolpurinn er að verða búin að vera hjá okkur í 2 vikur og hann kann 2 trix strax að setjast og standa á afturlöppunum og taka varlega nammi úr höndunum á okkur. Hann er alveg rosalega fljótur að læra. Það er alveg ótrúlega gaman að þessum hvolpi.

172_4131Hérna er mynd af litla skottinu. Hann er blandaður af border-collie,sheffer,terrier og íslenskum fjárhundi. Flottur kokteill.

 En skrifa meira seinna vildi bara láta vita að ég er á lífi.

Heyrumst. Klús á alla


Elsku bróðir

ATT00061

 

Vildi setja inn falleg kerti til minningar um elskulegan bróðir  sem hvílir nú hjá guði. Vildi svo geta sagt honum hvað við fjölskyldan hans söknum hans sárt og óskum að hann kæmi aftur til okkar. Held ég geti talað fyrir hönd okkar allra hvað við erum þó þakklát fyrir yndislegu stundirnar sem við áttum með honum Hilmari okkar. Hvíldu nú í friði elsku bróðir. Love you forever.

Mörg, mörg klús

Fallegasti engillinn


Næsta síða »

Höfundur

Solla
Solla

Hæhæ ég er ung húsmóðir á suðurnesjum sem er að reyna að koma lífinu í réttar horfur. Vil taka fram að það sem ég skrifa hér er einungis mínar vangavelltur á lífinu og er ekki ætlast til að fólk taki því eitthvað alvarlega.  Ok

Nýjustu myndir

  • PICT0105
  • PICT0143
  • Boðorðin 10 fyrir börnin okkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband