Færsluflokkur: Bloggar
3.10.2007 | 04:48
Andvaka
Afhverju verður fólk andvaka???? Afhverju erum við ekki stillt á að þegar við leggjumst upp í rúm þá sofnum við. Humm þá yrði kannski engin fjölgun hjá mannkyninu og það gengur ekki hehe . Ok þetta ætti að vera þannig að þegar við hugsum um að fara að sofa og förum upp í rúm í þeim tilgangi þá ættum við að sofna með því sama. Ekkert andvöku vesen...!!! Væri það ekki NICE aaahhh tilhugsunin er svo ljúf.
Já ég veit glætan spætan. Það sést kannski á þessum skrifum mínum að ég þjáist af þessum vandamálum og búin að gera það í smá tíma núna, og er alveg að missa vitið. Vil sofa á nóttunni eins og venjulegt fólk, eða geta sofnað kl 11 á kvöldin og vakna á morgnana. En í staðin er ég að sofna um kl 6 á nóttunni og vakna um 4 eða 5 á daginn, og kem þá engu í verk nema að mæta í skólan kl.6. Ég er búin að reyna allt sem mér dettur í hug. Ekki er séns að þið hérna í bloggheiminum gætuð lumað á góðum ráðum fyrir ósofna ólétta kellingu til að laga þetta andvöku vandamál, það væri sko alveg æðislega vel þegið. Og kannski í leiðinni komið með ráð við hvað ég get gert til að halda bakflæði og brjóstsviða niðri, er búin að reyna eitthvað sull sem heitir gaviskum eða eitthvað álíka og svo sullið í tuggutöflu formi en ekkert virkar. Vitið þið um eitthvað annað við bakflæði og brjóstsviða sem virkar þá væri ég mjög glöð að heyra um það.
En jæja ætla að ath hvort ég get sofnað (tilraun númer 1001 í nótt)
Endilega komið með ráð fyrir mig hérna í athugasemdir
Klús á ykkur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2007 | 18:10
Ekki alveg að standa mig er það????
Hæhæ litlu sykurpúðar, ég get alveg viðurkennt að ég er ekki búin að vera neitt rosalega dugleg að blogga undanfarið, enda mikið búið að ganga á td skólinn og geðvonskan í óléttri konu.
Alveg viss um að það vill enginn hlusta á mig geðvonskast útí heiminn.
En helgin var róleg hjá mér notaði hana bara til að gera ritgerðir og uppdrætti fyrir skólan og gekk það svona príðis vel. Ég var að mestu leiti ein heima því minn maður er svo duglegur að sjá fyrir heimilinu og vinnur náttana á milli um helgar á leigubíl. En þetta verður svona í 1/2 ár á meðan við klárum seinustu útborgunina í flottu íbúðinni okkar, svo verður hann hjá mér um helgar... Vííííhhhhh. Hann er samt svo búin að fá alveg nóg af þessu nætur leigubílabröllti.
En ég verð að kveðja núna, var að fatta að mjólkin á heimilinu er búin, er ég eitthvað að standa mig í því að vera handlægin húsmóðir??? Hehehe hver svarar því fyrir sig.
En hafið það gott og munið að öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.
Bæbæ í bili
Bloggar | Breytt 3.10.2007 kl. 04:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.9.2007 | 09:30
Fyrstu kynni
Hæhæ
Ég ætla að segja aðeins frá mér í stuttu máli.
Ég er heimavinnandi húsmóðir eins og er, þó að spaugstofumenn segja að sú stétt sé útdauð, er ég allavega eina af nokkrum sem eftir eru. Ástæðan fyrir að ég er heimavinnandi er sú að ég geng með lítið gull í bumbunni. Ég er skráð að eiga 15.11.07. Það er mikill spenningur hjá mér og mínum manni. Þetta mun vera okkar fyrsta barn SAMAN. Fyrir á ég einn son sem er fæddur 2002 og heitir hann Vignir Blær, svo á maðurinn minn 2 börn fyrir sem heita Sindri fæddur 2000 og Tinna fædd 2003. Stór family...!!! Tinna býr hjá móður sinni í Bandaríkjunum og Vignir minn býr hjá föður sínum austur í Hornafirði. En Vignir kemur í vor til að búa hjá mér. Ákvað að láta hann klára leikskólan fyrir austan. Það verður mikil gleði á þessum bæ þegar Vignir minn kemur aftur. Búið að vera frekar erfitt að hafa litla mömmu strákinn svona langt í burtu.
Ok þetta er rosaleg upptalning en ég veit ekki hvernig ég get sett þetta upp á skemmtilegri hátt.
Einfaldlega MITT HEIMILISLÍF...!!!!
Leyfa ykkur að melta þetta í bili. Skrifa meira seinna!!!!
SEEJA
Kv. Sollan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggvinir
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar