3.10.2007 | 04:48
Andvaka
Afhverju verður fólk andvaka???? Afhverju erum við ekki stillt á að þegar við leggjumst upp í rúm þá sofnum við. Humm þá yrði kannski engin fjölgun hjá mannkyninu og það gengur ekki hehe . Ok þetta ætti að vera þannig að þegar við hugsum um að fara að sofa og förum upp í rúm í þeim tilgangi þá ættum við að sofna með því sama. Ekkert andvöku vesen...!!! Væri það ekki NICE aaahhh tilhugsunin er svo ljúf.
Já ég veit glætan spætan. Það sést kannski á þessum skrifum mínum að ég þjáist af þessum vandamálum og búin að gera það í smá tíma núna, og er alveg að missa vitið. Vil sofa á nóttunni eins og venjulegt fólk, eða geta sofnað kl 11 á kvöldin og vakna á morgnana. En í staðin er ég að sofna um kl 6 á nóttunni og vakna um 4 eða 5 á daginn, og kem þá engu í verk nema að mæta í skólan kl.6. Ég er búin að reyna allt sem mér dettur í hug. Ekki er séns að þið hérna í bloggheiminum gætuð lumað á góðum ráðum fyrir ósofna ólétta kellingu til að laga þetta andvöku vandamál, það væri sko alveg æðislega vel þegið. Og kannski í leiðinni komið með ráð við hvað ég get gert til að halda bakflæði og brjóstsviða niðri, er búin að reyna eitthvað sull sem heitir gaviskum eða eitthvað álíka og svo sullið í tuggutöflu formi en ekkert virkar. Vitið þið um eitthvað annað við bakflæði og brjóstsviða sem virkar þá væri ég mjög glöð að heyra um það.
En jæja ætla að ath hvort ég get sofnað (tilraun númer 1001 í nótt)
Endilega komið með ráð fyrir mig hérna í athugasemdir
Klús á ykkur
Bloggvinir
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.