Nr 1,2og3

þá ætla ég hér með að biðjast afsökunnar á þessu blogg leysi hjá mér. Get ekki afsakað mig með að hafa ekki tíma því það er það eina sem ég hef haft miklu meira en nóg af í þessum erfiða nóvember mánuði. Ég hef eiginlega bara ekkert haft að gera nema að bíða eftir að nýr dagur byrjar og endar, telja dag og vikur. Alveg að verða búin að missa geðheilsuna á þessari bið og pælingum mínum. Eins og þið vitið sem lesið mitt blogg eða mömmu blogg þá er ég kasólétt, var sett að eiga 15 nóvenber en núna 27 nóv er ég bara enn að bíða. Minn draumur var að geta gefið Hilmari elsku fallegasta englinum á himninum lítið kríli í afmælisgjöf 16 nóv, en litla krílið var ekki með það sama í huga. Því finnst bara svo gott að kúra í vatnsbelgnum hennar mömmu sinnar. Svo er litla krílið svolitill prakkari, búið að plata mömmu sína svo oft, láta mömmu fá verki en svo bara upp með tærnar og fer að sofa og mamman situr eftir upp tjúnnuð af spenning. Þó að mér finnist þetta kannski ekki findið núna en ég er viss um að þetta verður aðal brandarinn seinna. Ég skrapp til ljósu í gær og fór í þessa vikulegu skoðun, allt leit svo vel út blóðþrýstingurinn minn flottur og hjartslátturinn í krílinu alveg stór fínn. Ljósan ákvað að þreyfa leghálsinn og ath hvort eitthvað væri búið að gerast og viti menn ég var komin með 2-3 í útvíkkun og tók hún þá upp á því að hreyfa við belgnum og ath hvort ég færi nú bara ekki að hrökkva í gang. Það var ákveðið að setja mig af stað núna á morgun (Miðvikudaginn 28nóv) kl.8 um morguninn ef ég fer ekki af stað sjálf.  Og að láta hreyfa við belgnum er ekki gott, það var sko bara mikið vont. Var svo send í rit og nálastungu, fékk mikla verki og leið bara ömurlega allan daginn, síðan en eina ferðina hættu samdrættirnir en mjóbakið var að gera útaf við mig þangað til um miðnætti, þá bara allt stopp aftur. Já nema að slímtappinn er farinn.

Núna sit ég bara eins og asni ein heima að hugsa hvað ég get gert af mér til að koma þessu af stað, ég bara nenni þessu hreint ekki lengur. Vil fá litla krílið í fangið.

En jæja 16 nóv var svo erfiður dagur, við Jón rúlluðum til mömmu í rvk og skruppum með henni og Bjössa bróðir í heimsókn til afmælisbarnsins upp í kirkjugarði. Það var notalegt að fara með þeim til Himma. Ég reyni að fara til mömmu á þessum erfiðu dögum og gefa henni klús og fá klús. Þurfuð að standa saman í gengum þessi erfiðustu spor lífs okkar.

En núna ætla ég að fara að þrýfa og bardúsa eitthvað til að koma þessu barni af stað. Ég reyni annas að vera duglegri að blogga hérna. Lofa samt engu því þá svík ég ekkert.

Hafið það gott elsku vinir ég kveð í bili.

XOXO Solla

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hæ sæta...við horfum bara á Acmed the dead terrorist í dag, þá hlýtur kríli að vilja koma og sjá hvað er að gerast eiginlega....en á morgun rennur allaveganna upp dagurinn.

Klús

Ragnheiður , 27.11.2007 kl. 11:15

2 Smámynd: Solla

hehe ja verðum að gera það. (I kill youhhh)

En núna endar þetta með erfiðri bið í sólahring, ég verð orðin geðveik i kvöld

Solla, 27.11.2007 kl. 11:22

3 Smámynd: Ragnheiður

ha nei nei það er bannað...alveg bannað. Bið Himma að kitla þig

Ragnheiður , 27.11.2007 kl. 11:43

4 identicon

Jeiiiij þetta er alveg að koma!! Því miður kom þetta ekki í gær, á ammódaginn minn :( En i love you!!!

Elva B (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 12:09

5 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Hæ skvís ! Ég get ímyndað mér að þú sért orðin ansi þreytt,ég gekk yfir tímann með bæði börnin mín,en samt bara 6 daga og 3 daga og ég var orðin mjög þreytt og ótrúlega þung á mér.Það er aldeilis sem litla barninu líður vel í maganum á mömmu sinni  28 nóvember er flottur dagur til að láta sjá sig  og sjá aðra  Gangi þér vel

Katrín Ósk Adamsdóttir, 27.11.2007 kl. 16:04

6 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

ÚPPS var að sjá það á síðunni hjá mömmu þinni að allt er komið í gang  Annars er 27 nóvember líka frábær dagur til að koma í heiminn

Katrín Ósk Adamsdóttir, 27.11.2007 kl. 16:23

7 Smámynd: kidda

Slysaðist heim í kaffinu og heyrði hjá mömmu þinni að þú værir komin af stað. Frábært að þessi biðtími sé að ljúka, reyndar öfunda ég þig ekkert núna af verkjunum sem fylgja fæðingu ef ég man það rétt. En þeir eru þess virði

Ætla að bíða með hamingjuóskirnar þar til allt er staðfest, en gengi ykkur Jóni vel að eignast þetta langþráða barn

kidda, 27.11.2007 kl. 20:15

8 Smámynd: kidda

Það vantaði knúsið og klúsið

kidda, 27.11.2007 kl. 20:16

9 identicon

Elsku Solla og Jón innilega til hamingju með prinsinn  vona að allt hafi gengið vel og móðir og barni heilsist vel !!! Kveðja frá Höfn, Aníta og börn

Aníta Sóley (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 00:29

10 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Solla og Jón.

Til hamingju með litla prinsinn hlakka til að fá að sjá hann klús til ykkar (Auður var rosalega glöð þegar ég sagði henni að þið væruð búin að fá strák í morgunn þegar hún vaknaði)

kveðja úr Grindavík 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 28.11.2007 kl. 10:36

11 Smámynd: kidda

Núna er hægt að óska ykkur til hamingju með soninn

Knús og klús til ykkar allra

kidda, 28.11.2007 kl. 11:41

12 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Til hamingju með drenginn ykkar

Katrín Ósk Adamsdóttir, 28.11.2007 kl. 13:57

13 identicon

Til hamingju með drenginn :)

kv. gömul bekkjarsystir úr Grundarf.

Rut

Rut Rúnars. (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 14:10

14 identicon

Innilegar hamingjuóskir með litla prinsinn ykkar

Bryndís R (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 14:23

15 Smámynd: Þröstur Reynisson

Til hamingju með prinsinn.

Þröstur Reynisson, 29.11.2007 kl. 11:36

16 Smámynd: Solla

Hæhæ allir takk fyrir  kveðjurnar.  

Solla, 2.12.2007 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Solla
Solla

Hæhæ ég er ung húsmóðir á suðurnesjum sem er að reyna að koma lífinu í réttar horfur. Vil taka fram að það sem ég skrifa hér er einungis mínar vangavelltur á lífinu og er ekki ætlast til að fólk taki því eitthvað alvarlega.  Ok

Nýjustu myndir

  • PICT0105
  • PICT0143
  • Boðorðin 10 fyrir börnin okkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband