Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
30.10.2007 | 20:01
Jæja hæhæ allir
Ég lenti í því veseni að talvan mín fékk vírus og fór í klessu, og ég kann svo ekkert að laga tölvur og sat bara með eitt stórt spurningamerki í framan þegar Jón minn kom heim og sagði: hún er bara biluð Hann Jón er svo mikill snillingur að hann náði að laga hana fyrir mig, tók nokkra daga en góðir hlutir gerast hægt. Og núna sit ég með vinkonu mína (tölvuna)og er að vandræðast með að blogga.
Dagarnir líða allt of hægt núna, enda ekki nema cirka 2 vikur í að litla bumbugullið mætir í fangið mitt. Það verður svo æðislegt þegar þessu líkur öllu, er orðin svo þreytt á að vera ólétt. Allt að angra mig En ég er að mestu búin að gera allt tilbúið fyrir litla krílið.
Við Jón Berg tókum okkur til að dunduðum okkur við íbúðina um helgina, keyptum ljós, snaga, dvd mynda rekka og tókum til hátt og látt. Það var svo gaman. Ég er svo mikið ein heima alla daga til 8 á kvöldinn og mér leiðist alveg ógurlega mikið að þetta var bara æðislegt að fá að hafa Jón minn hjá mér meirihlutan af laugardeginum og næstum allan sunnudaginn. Váhhh bara æðislegt.
En mig langar að reyna að setja inn mynd af nýju málverki sem ég var að klára og væri gott að fá ykkar skoðun á því. Þetta er mjög öðruvísi málverk sem ég geri og vantar svo að vita hvort þetta er að gera sig hjá mér.
sést kannski ekki vel, en jæja ætla að fara að borða
reyni að vera betri i blogginu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.10.2007 | 10:19
2mánuðir liðnir frá erfiðasta dag lífs míns :.(
Sit hérna með tárin í augunum og hugsa um þennan erfiða dag 19 ágúst. Svo mikið sem mig langar að vita, en fæ örugglega aldrei nein svör. Kannski er það betra þannig en samt veit ég það heldur ekki. Eina sem ég veit alveg 100% er að ég vil fá litla bróðir aftur. Skil ekki afhverju hann var tekin svona fljótt frá okkur. Tilhugsunin að lifa lífinu án hans er bara óbærileg, allt svo tómt. Ég sit oft með símann minn í hendinni og hringi í númerið hans og vona svo að hann svari, en það gerist ekki Ég get ekki strokað út nafnið Himmi bró úr símanum mínum. Afhverju getum við ekki beðið guð eins fallega og hægt er að senda hann aftur til okkar. Ég er allavega búin að reyna svo mikið en ekkert breitist, ekkert gerist. Hellt að guð myndi hlusta á mann og hjálpa manni. Þetta er bara óbærilegt, og það erfiðasta sem ég hef upplifað.
Jæja ég veit ekki hvað ég á að skrifa meira í augnablikinu. Skrifa kannski meira á eftir þegar ég næ að jafna mig á þessum erfiðu hugsunum. Vil svo biðja ykkur að kveikja á kertum fyrir litla engilinn hann Himma. Það er linkur á kertsíðuna hans hérna við hliðiná.
Takk,takk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
12.10.2007 | 02:11
ATH
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.10.2007 | 02:02
Búin að vera aðeins of upptekin
við að læra undir próf.
Þannig er mál með vexti að ég ákvað að skreppa í kvöldskóla. Fór í stærðfræði og íslensku og hefur það gengið misvel. Rúllaði upp stærðfræðinni, vetrar einkunn 9,7 og lokaprófseinkunn 9,8 þannig að ég kláraði önnina með 10 í einkunn. Mjög sátt!!! Mér hefur ekki gengið eins vel í íslenskunni, en ég vona að ég nái henni, búin í lokaprófinu en veit ekki einkunina.
Fór í mæðraskoðun seinasta mánudag og gekk það mjög vel, fór svo í 34vikna sónarinn og mikið rosalega var gaman að sjá bumbugullið mitt. Því miður komst Jón ekki með útaf vinnunni.Læknirinn gerði ekki annað en að segja að þetta væri svo stórt og flott barn, ég spurði hann með skelfingarsvip, hversu stórt það væri og viti menn hann sagði að það væri núna um 12 merkur. OMG Vignir Blær sonur minn var 12 merkur þegar hann fæddist en þetta barn á en eftir 5 vikur. ÁÁÁÁÁiiiiiii þetta verður ekki auðvelt. En jæja þýðir skohhh ekki að væla núna.
Þannig er lífið mitt búið að ganga seinustu daga.
En já ég ætlaði að segja frá nýja litla fjölskyldu meðlimnum. Hann heitir Hektor og er lítill voffi. Ég fann þennan gullmola hjá góðu fólki í Borganesi og ákvað að gefa Jóni mínum hvolp, honum var búið að langa svo lengi í lítinn voffa. Hvolpurinn er að verða búin að vera hjá okkur í 2 vikur og hann kann 2 trix strax að setjast og standa á afturlöppunum og taka varlega nammi úr höndunum á okkur. Hann er alveg rosalega fljótur að læra. Það er alveg ótrúlega gaman að þessum hvolpi.
Hérna er mynd af litla skottinu. Hann er blandaður af border-collie,sheffer,terrier og íslenskum fjárhundi. Flottur kokteill.
En skrifa meira seinna vildi bara láta vita að ég er á lífi.
Heyrumst. Klús á alla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.10.2007 | 06:02
Elsku bróðir
Vildi setja inn falleg kerti til minningar um elskulegan bróðir sem hvílir nú hjá guði. Vildi svo geta sagt honum hvað við fjölskyldan hans söknum hans sárt og óskum að hann kæmi aftur til okkar. Held ég geti talað fyrir hönd okkar allra hvað við erum þó þakklát fyrir yndislegu stundirnar sem við áttum með honum Hilmari okkar. Hvíldu nú í friði elsku bróðir. Love you forever.
Mörg, mörg klús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.10.2007 | 04:48
Andvaka
Afhverju verður fólk andvaka???? Afhverju erum við ekki stillt á að þegar við leggjumst upp í rúm þá sofnum við. Humm þá yrði kannski engin fjölgun hjá mannkyninu og það gengur ekki hehe . Ok þetta ætti að vera þannig að þegar við hugsum um að fara að sofa og förum upp í rúm í þeim tilgangi þá ættum við að sofna með því sama. Ekkert andvöku vesen...!!! Væri það ekki NICE aaahhh tilhugsunin er svo ljúf.
Já ég veit glætan spætan. Það sést kannski á þessum skrifum mínum að ég þjáist af þessum vandamálum og búin að gera það í smá tíma núna, og er alveg að missa vitið. Vil sofa á nóttunni eins og venjulegt fólk, eða geta sofnað kl 11 á kvöldin og vakna á morgnana. En í staðin er ég að sofna um kl 6 á nóttunni og vakna um 4 eða 5 á daginn, og kem þá engu í verk nema að mæta í skólan kl.6. Ég er búin að reyna allt sem mér dettur í hug. Ekki er séns að þið hérna í bloggheiminum gætuð lumað á góðum ráðum fyrir ósofna ólétta kellingu til að laga þetta andvöku vandamál, það væri sko alveg æðislega vel þegið. Og kannski í leiðinni komið með ráð við hvað ég get gert til að halda bakflæði og brjóstsviða niðri, er búin að reyna eitthvað sull sem heitir gaviskum eða eitthvað álíka og svo sullið í tuggutöflu formi en ekkert virkar. Vitið þið um eitthvað annað við bakflæði og brjóstsviða sem virkar þá væri ég mjög glöð að heyra um það.
En jæja ætla að ath hvort ég get sofnað (tilraun númer 1001 í nótt)
Endilega komið með ráð fyrir mig hérna í athugasemdir
Klús á ykkur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2007 | 18:10
Ekki alveg að standa mig er það????
Hæhæ litlu sykurpúðar, ég get alveg viðurkennt að ég er ekki búin að vera neitt rosalega dugleg að blogga undanfarið, enda mikið búið að ganga á td skólinn og geðvonskan í óléttri konu.
Alveg viss um að það vill enginn hlusta á mig geðvonskast útí heiminn.
En helgin var róleg hjá mér notaði hana bara til að gera ritgerðir og uppdrætti fyrir skólan og gekk það svona príðis vel. Ég var að mestu leiti ein heima því minn maður er svo duglegur að sjá fyrir heimilinu og vinnur náttana á milli um helgar á leigubíl. En þetta verður svona í 1/2 ár á meðan við klárum seinustu útborgunina í flottu íbúðinni okkar, svo verður hann hjá mér um helgar... Vííííhhhhh. Hann er samt svo búin að fá alveg nóg af þessu nætur leigubílabröllti.
En ég verð að kveðja núna, var að fatta að mjólkin á heimilinu er búin, er ég eitthvað að standa mig í því að vera handlægin húsmóðir??? Hehehe hver svarar því fyrir sig.
En hafið það gott og munið að öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.
Bæbæ í bili
Bloggar | Breytt 3.10.2007 kl. 04:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggvinir
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar