Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
27.11.2007 | 09:42
Nr 1,2og3
þá ætla ég hér með að biðjast afsökunnar á þessu blogg leysi hjá mér. Get ekki afsakað mig með að hafa ekki tíma því það er það eina sem ég hef haft miklu meira en nóg af í þessum erfiða nóvember mánuði. Ég hef eiginlega bara ekkert haft að gera nema að bíða eftir að nýr dagur byrjar og endar, telja dag og vikur. Alveg að verða búin að missa geðheilsuna á þessari bið og pælingum mínum. Eins og þið vitið sem lesið mitt blogg eða mömmu blogg þá er ég kasólétt, var sett að eiga 15 nóvenber en núna 27 nóv er ég bara enn að bíða. Minn draumur var að geta gefið Hilmari elsku fallegasta englinum á himninum lítið kríli í afmælisgjöf 16 nóv, en litla krílið var ekki með það sama í huga. Því finnst bara svo gott að kúra í vatnsbelgnum hennar mömmu sinnar. Svo er litla krílið svolitill prakkari, búið að plata mömmu sína svo oft, láta mömmu fá verki en svo bara upp með tærnar og fer að sofa og mamman situr eftir upp tjúnnuð af spenning. Þó að mér finnist þetta kannski ekki findið núna en ég er viss um að þetta verður aðal brandarinn seinna. Ég skrapp til ljósu í gær og fór í þessa vikulegu skoðun, allt leit svo vel út blóðþrýstingurinn minn flottur og hjartslátturinn í krílinu alveg stór fínn. Ljósan ákvað að þreyfa leghálsinn og ath hvort eitthvað væri búið að gerast og viti menn ég var komin með 2-3 í útvíkkun og tók hún þá upp á því að hreyfa við belgnum og ath hvort ég færi nú bara ekki að hrökkva í gang. Það var ákveðið að setja mig af stað núna á morgun (Miðvikudaginn 28nóv) kl.8 um morguninn ef ég fer ekki af stað sjálf. Og að láta hreyfa við belgnum er ekki gott, það var sko bara mikið vont. Var svo send í rit og nálastungu, fékk mikla verki og leið bara ömurlega allan daginn, síðan en eina ferðina hættu samdrættirnir en mjóbakið var að gera útaf við mig þangað til um miðnætti, þá bara allt stopp aftur. Já nema að slímtappinn er farinn.
Núna sit ég bara eins og asni ein heima að hugsa hvað ég get gert af mér til að koma þessu af stað, ég bara nenni þessu hreint ekki lengur. Vil fá litla krílið í fangið.
En jæja 16 nóv var svo erfiður dagur, við Jón rúlluðum til mömmu í rvk og skruppum með henni og Bjössa bróðir í heimsókn til afmælisbarnsins upp í kirkjugarði. Það var notalegt að fara með þeim til Himma. Ég reyni að fara til mömmu á þessum erfiðu dögum og gefa henni klús og fá klús. Þurfuð að standa saman í gengum þessi erfiðustu spor lífs okkar.
En núna ætla ég að fara að þrýfa og bardúsa eitthvað til að koma þessu barni af stað. Ég reyni annas að vera duglegri að blogga hérna. Lofa samt engu því þá svík ég ekkert.
Hafið það gott elsku vinir ég kveð í bili.
XOXO Solla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
1.11.2007 | 17:59
Gaman að spá í þessu!!!!
Vinkona mín er svo mikið fyrir að spá verulega mikið í hlutnum og skrifaði smá speki sem ég fekk leyfi til að birta hérna svo þið sem lesið síðuna mína getið séð eina snilldar speki frá henni.
Hér kemur það
Smá speki,er lífið helvíti og förum við svo til himna þegar við erum búin með okkar tíma í helvítinu??
ég er ekki að segja að það sé allt slæmt á jarðríki, en einhvernvegin getur fólk yfirleitt ekki verið hamingjusamt með það sem það hefur....þeir sem eru fátækir þurfa að vera með áhyggjur alla daga yfir því að ná endum saman og þeir sem eru ríkir vita ekkert hvað þeir eiga að gera í lífinu og drekkja sér yfirleitt í veraldlegum hlutum sem þeir hafa ekkert við að gera, og þurfa alltaf að vera finna upp á einhverju til þess að gera...við þurfum að upplifa ömurlega hluti , fólk er brennt lifandi, afhausað, pyntað, nauðgað og svona er hægt að telja endalaust, svo auðvita þurfum við að upplifa ástvinamissir, eirðarleysi, hungur, þráhyggju,alkóhólisma, þunglyndi og fleira... ef þú ert komin útúr einhverju slæmu þá tekur annað við, þetta er vítahringur...alltaf eitthvað sem er að bögga mann...og ef það er allt gott þá reynir maður oft að finna upp á einhverju til þess að láta sér líða illa yfir, því að maður bara kann einfaldlega ekki að láta sér líða vel....stundum getur einfaldlega verið auðveldara að vera niðurdreginn og óhamingusamur heldur en að vera glaður og hamingjusamur....er lífið helvíti? ég meina flestir sem hafa boðað himnaríki og hamingu hafa verið drepnir...t.d jesú og martin luther king, annar var krossfestur hinn skotinn til bana!! manneskjur eru furðulegar verur...það eru flestir alltaf að hugsa um að það væri nú gaman að geta hjálpað einhverjum.... eins og íslendingar eru að flytja inn flóttamenn frá ýmsum stöðum...ef allir í heiminum gætu bara lifað í sátt og samlyndi þá þyrfti nú örugglega ekki að bjarga svona mörgum....við erum að bjarga fólki frá öðru fólki....er það ekki svoldið sick?
ég held að hvað sem það er sem kemur á eftir þessu helvíti hérna hlýtur að vera betra, það hlýtur að vera til himnaríki!!
Verið ekki feimin að segja ykkar skoðun á þessu
Kv.Solla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggvinir
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar