Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
5.1.2008 | 18:46
2008 gengið í garð
Gleðilegt nýtt ár allir
Þetta eru búin að vera góð jól fyrir utan að það vantaði stóra snáðann minn hann Vigni Blæ. En hann var hjá pabba sínu þessi jól.
Við Jón vorum með Hilmar og Sindra heima hjá mömmu á aðfangadag og það var svakalega notalegt. Gott að vera á faðmi fjölskyldunnar. Hjalti og Aníta voru þarna líka og auðvitað
Bjössi það var æðislegt.
Á jóladag fórum við í hádegismat heim til foreldra Jóns og tróðum í okkur hangiköti. Hittum þar systkini hans Jóns og fjölskyldurnar þeirra. Hilmar litli var rifin af mér þegar ég kom inn því það voru allir svo spenntir að fá að klúsa hann.
Svo fórum við aftur inn í Garð á gamlárskvöld og borðuðum kalkún og með því, svakalega gott. Þar var fjölskyldan hans Jóns komin saman aftur. Það er flott hvað fjölskyldan hans er samheldin. Horfðum á áramótaskaupið (mér fannst það nokkuð gott í ár) og svo missti fólkið í landinu vitið og sprengdi upp peningana sína eins og það fengi borgað fyrir það. Eins og sést er ég ekkert rosalega hrifin af flugeldum og því tilheyrandi, þetta væri í lagi ef það heyrðist ekkert í þessu og væri ekki svona svakalega hættulegt. En þá væri þetta ekki spennandi fyrir háfaða óða þjóð.
En annars rúllar lífið bara áfram í rólegheitum. Ég er bara heima 24/7 að sjá um litla gullið mitt og Jón að vinna 24/7
En heyrumst seinna
Solla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar