Jæja hæhæ allir

Ég lenti í því veseni að talvan mín fékk vírus og fór í klessu, og ég kann svo ekkert að laga tölvur og sat bara með eitt stórt spurningamerki í framan þegar Jón minn kom heim og sagði: hún er bara biluðBlush Hann Jón er svo mikill snillingur að hann náði að laga hana fyrir mig, tók nokkra daga en góðir hlutir gerast hægt. Og núna sit ég með vinkonu mína (tölvuna)og er að vandræðast með að blogga.

Dagarnir líða allt of hægt núna, enda ekki nema cirka 2 vikur í að litla bumbugullið mætir í fangið mitt. Það verður svo æðislegt þegar þessu líkur öllu, er orðin svo þreytt á að vera ólétt. Allt að angra migWoundering  En ég er að mestu búin að gera allt tilbúið fyrir litla krílið.

Við Jón Berg tókum okkur til að dunduðum okkur við íbúðina um helgina, keyptum ljós, snaga, dvd mynda rekka og tókum til hátt og látt. Það var svo gaman. Ég er svo mikið ein heima alla daga til 8 á kvöldinn og mér leiðist alveg ógurlega mikið að þetta var bara æðislegt að fá að hafa Jón minn hjá mér meirihlutan af laugardeginum og næstum allan sunnudaginn. Váhhh bara æðislegt.

En mig langar að reyna að setja inn mynd af nýju málverki sem ég var að klára og væri gott að fá ykkar skoðun á því. Þetta er mjög öðruvísi málverk sem ég geri og vantar svo að vita hvort þetta er að gera sig hjá mér.

DSC00148

sést kannski ekki vel, en jæja ætla að fara að borða

reyni að vera betri i blogginu

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Gaman að fá þig aftur  Flott mynd en hún er dálítið óskýr hér

Katrín Ósk Adamsdóttir, 30.10.2007 kl. 20:13

2 Smámynd: Ragnheiður

Ég hélt að ég hefði kommentað áðan ? Skrýtið...myndin er flott. Maður þarf að smella á hana til að sjá betur...

Ragnheiður , 30.10.2007 kl. 20:46

3 Smámynd: Solla

já en hún kemur ekki eins vel út á mynd og upp á vegg. En það er gaman að dunda sér við þetta.

Solla, 30.10.2007 kl. 21:00

4 Smámynd: kidda

Flott myndin hjá þér

Annars veðja ég á að bumbubúinn komi í fangið á þér eftir 16 daga Þú verður bara að vera þolinmóð og njóta þess að mála eða gera eitthvað skemmtilegt þangað til.

Knús og klús

kidda, 31.10.2007 kl. 12:03

5 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Flott mynd hjá þér solla eins og mamma þí sagði þá sést hún betur ef maður kilkkar á hana ...takk fyrir kveðjuna inni hjá mér hann Sokkur hefur það gott allar hendu enn á sínum stað en sumar dálítið mikið klóraðar segi bara eins og Auður skítt með það ég ætla að setja inn myndir á síðuna mína af sokk svona fyrir þig og svo þú sjáir hvað hann er orðin stór....

 Kveðja til ykkar Jóns og pínu oggu spes kveðja til Jóns frá Ástu.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 31.10.2007 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Solla
Solla

Hæhæ ég er ung húsmóðir á suðurnesjum sem er að reyna að koma lífinu í réttar horfur. Vil taka fram að það sem ég skrifa hér er einungis mínar vangavelltur á lífinu og er ekki ætlast til að fólk taki því eitthvað alvarlega.  Ok

Nýjustu myndir

  • PICT0105
  • PICT0143
  • Boðorðin 10 fyrir börnin okkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 400

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband